Fjölskyldudeilur á Lambeyrum

Fjölskyldudeilur eru flóknar og fara oftast hljótt og án afskipta almennings.

Ástæður fyrir fjölskyldudeilum eru alltaf persónulegar og tilfinningasamar ekki síst vegna áratuga ágreinings sem kraumar án þess að komi til beinna átaka eða  uppgjörs. Áratuga ágreiningur leiðir oft til þess að deilur erfast á milli kynslóða og engin varanleg lausn er fundin eða hnútur bundinn á endann.

Afskipti almennings eru oft í lok deilna vegna þess að annar málsaðili hefur ekki náð sínu fram og brýst þá út með „sannleikann og réttlætið“ að leiðarljósi en hinn aðilinn stendur eftir hljóður og vafinn „ósannindum og óréttlæti“.

Deilum lýkur með tómarúmi og allir tapa á einn eða annan hátt.

Ása Skúladóttir er dóttir Skúla Einarssonar og Dagnýjar Jónsdóttur frá Melshúsum á Álftanesi, eru þau gott dæmi um málsaðila sem ekki hefur náð sínu fram en biturleikinn er átakanlegur og augljós þeim sem þekkja málavexti og staðreyndir.

Skúli er bróðir Daða Einarssonar og eru Ásmundur Einar Daðason og Ása því systkinabörn og á svipuðum aldri.

Rekja má illkvittni Skúla og Dagnýjar við Einar Valdimar Ólafsson, faðir Skúla, til atburða frá árinu 1983 en á þeim tíma hugðust þau setjast að og hefja búskap á Lambeyrum.

Framkoma Skúla og Dagnýjar gagnvart Einari Valdimar var mjög í anda Ásu, en Einar Valdimar hrökklaðist frá Lambeyrum á Hornafjörð.

Án þess að rekja nákvæmlega málsatvik, þá varð niðurstaðan sú að afi Ásu, Einar Valdimar hafnaði alfarið áformum Skúla og Dagnýjar að hefja búskap á Lambeyrum, en Sigríður Skúladóttir, móðir Skúla, gerði Skúla og Dagnýju grein fyrir þeim málalokum í júní 1983.

Frá því augnabliki varð ekki aftur snúið.

Skúli og Dagný fluttu frá Lambeyrum nokkrum dögum seinna. Þetta var ekki aðeins erfiður tími fyrir Einar Valdimar og Sigríði, heldur alla fjölskylduna. Einar Valdimar kom aftur að Lambeyrum sama dag og Skúli og Dagný fluttu frá Lambeyrum.

Ása var þá aðeins nokkurra mánaða gömul.

Telja má að Einar Valdimar og Sigríður frá Lambeyrum hafi sloppið vel frá málum þegar sagan er skoðuð, hinsvegar hafa feðgarnir Daði og Ásmundur Einar ekki sloppið með skrekkinn eftir að Einar Valdimar dó.

Einar Valdimar og Sigríður frá Lambeyrum áttu mjög náið og fallegt samband við Ásmund Einar, en hann dvaldi langtímum á Lambeyrum og gekk í skóla í Dalabyggð frá 12 ára aldri.

Það var Sigríði til fyrirmyndar að dætur Skúla dvöldu hjá afa og ömmu á Lambeyrum, en þá án viðveru foreldranna.

Af einhverjum ástæðum hefur Skúla og Dagnýju ekki þótt ástæða til að uppfræða Ásu um málsatvik, en Skúli talaði ekki við föður sinn síðustu 24 árin sem Einar Valdimar lifði.

Af þeim sökum telja dætur Skúla að fjölskyldusamband foreldra þeirra hafi verið náið við afa sinn, en nærfjöldskyldan veit betur.

Andrúmsloftið var þrungið í þau örfáu skipti sem Skúli eða Dagný voru í samveru við Einar Valdimar, til dæmis við jarðarfarir eða fjölskyldusamkomur.

Sigríður lést í júlí 1999 og Einar Valdimar í nóvember 2007.

Previous
Previous

Faðir Ásu Skúladóttur stundar fjársvik á Lambeyrum

Next
Next

Dönustaðir í Laxárdal Dalabyggð