Dönustaðir í Laxárdal Dalabyggð

Dönustaðir til forna voru um 11.400 hektarar, en árið 1939 var skipt úr Dönustöðum 2.300 hekturum sem heita Dönustaðaland og tilheyra nú Daða Einarssyni.

Pálssel, sem er um 800 hektara hjáleiga úr landi Dönustaða var skipt úr Dönustöðum á 19. öld. Pálssel tilheyrir nú Ásu Gísladóttur sem er búsett á Hornstöðum í Laxárdal.

Lambeyrar sem var 75 hektara spilda sem var skipt úr Dönustöðum árið 1958 til Einars Valdimars og Sigríðar frá Lambeyrum.

Fylgiskjal - Afsal fyrir Lambeyrar gefið út í janúar 1958

Lambeyrum var árið 2003, skipt að hluta upp í landbúnaðarlóð með fasteignum og túnum sem eru nú þinglýst eign Dönustaðabúsins og Sólheima ehf. sem Daði Einarsson stendur í forsvari fyrir.  

Fylgiskjal - Landbúnaðarlóð Lambeyra stofnuð 2003

Öll fjárhús, tún og beitiland sem þarf til landbúnaðar tilheyra því Dönustöðum og þeirri landbúnaðarlóð sem Einar Valdimar stofnaði til árið 2003.

Daði Einarsson leigir Dönustaðina, en hann hefur stundað búskap á Dönustöðum síðan 1973, eða í 50 ár.

Deilur vegna Dönustaða má rekja til 1958 þegar Skúli og Lilja frá Dönustöðum afsala sér landi til tengdasonar síns, Einar Valdimars, en landið var allt utan túns og án húsa, en sú landspilda er síðar nefnd Lambeyrar eins og kemur fram að ofan.

Deilur snúast um eignarhald á Dönustöðum, en sex af átta börnum Einar Valdimars og Sigríðar frá Lambeyrum halda því fram að þinglýstir eigendur að Dönustöðum séu ekki eigendur að 25% af Dönustöðum, heldur eigi Lambeyrar 25% af Dönustöðum.

Samkvæmt lögum um eignarrétt fasteigna 19/1966 1. gr., þá geta aðeins lögaðilar og einstaklingar eignast fasteignir og ein jörð getur ekki átt aðra jörð, heldur verður að þinglýsa afsali til lögaðila eða einstaklings.

Einar Valdimar og Sigríður frá Lambeyrum, hafa aldrei verið þinglýstir eigendur að 25% af Dönustöðum, en allt það land sem Skúli og Lilja frá Dönustöðum afsöluðu til tengdasonar síns árið 1958 var úrskipt land með skýrum landamerkjum þ.e. 75 hektarar af úrskiptu landi.

Það stendur hvergi í afsalinu að um óskiptan part hafi verið að ræða.

Af þeim sökum var Einar Valdimar aldrei þinglýstur eigandi að Dönustöðum.

Fylgiskjal - Veðbókarvottorð Dönustaða frá 2. febrúar 2023

Dön ehf. sem er þinglýstur eigandi Lambeyra getur jafnframt aldrei verið eigandi að Dönustöðum, vegna þess að engin veð voru á Dönustöðum og gerðarbeiðandi við nauðungarsölu á Lambeyrum getur ekki selt aðra eign (þ.e. Dönustaðina) sem gerðarþoli (þ.e. Lambeyrar ehf) er ekki þinglýstur eigandi að og Íslandsbanki (gerðarbeiðandinn) hefur ekki veð í.

Ekki er löglegt að þinglýsa óskiptum parti á aðra fasteign eða lögaðila samkvæmt verkreglum þinglýsingarhandbókar, en andlag þinglýsingar er landnúmer jarðarinnar (sjá undir 6.0 Ýmis atriði í þinglýsingarhandbók sem gefin er út af Stjórnarráði Íslands).

Þessar augljósu og skýru staðreyndir er útilokað að skýra fyrir eigendum Danar ehf., þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og mikla fyrirhöfn og þolinmæði.

Sameigendafundur Dönustaða hefur samþykkt eftirfarandi ályktun um eignarhald Dönustaða.

Sameigendafunir Dönustaða hefur einnig samþykkt eftirfarandi ályktun um landamerki Dönustaða.

Eigendafundur Dönustaða 3. ágúst 2023 telur að greinargerð Valdimar Einarssonar um landmerki Dönustaða og Lambeyra sýni rétta mynd af legu þeirra.  Sjá fylgiskjal.

Fylgiskjal - Greinargerð Valdimar Einarssonar um Landamerki Dönustaða og Lambeyra

Það eru því þrír hópar sem deila á Dönustöðum.

Annar eigendahópur Dönustaða á 12.5% í Dönustöðum samkvæmt þinglýsingarvottorði, en þetta eru 5 börn Einars Valdimars og Sigríðar, þ.e.a.s. Jónína Einarsdóttir, Skúli Einarsson, Jóhanna Lilja Einarsdóttir, Valdís Einarsdóttir, Dönustaðir ehf. og Svanborg Þuríður Einarsdóttir. Þetta er minnihluti eigenda Dönustaða.

Hinn eigendahópurinn eru allir aðrir afkomendur Skúla og Lilju frá Dönustöðum að Daða Einarssyni og Valdimar Einarssyni meðtöldum, eða 87.5% þinglýstra eigenda Dönustaða. Þetta er meirihluti eigenda Dönustaða.

Það eru því tveir eigendahópar í Dönustöðum sem deila innbyrðis, en einnig standa deilur við Dön ehf. og meirihluta eigenda Dönustaða.

Dön ehf. er í eigu Sævars Þorbjörnssonar (Verkfræðingur hjá Skjanna ehf) og eiginkonu hans Lilju Einarsdóttur, Skúla Einarssonar og Valdísar Einarsdóttur (Safn og Skjalavörður hjá Dalabyggð).

Jónína Einarsdóttir og Svanborg Einarsdóttir eru því ekki hluthafar í Dön ehf. en þær systur hafa alltaf staðið með hluthöfum í Dön ehf.

Ólöf Björg Einarsdóttir gaf Skúla Einarssyni erfðahlut sinn í Dönustöðum og tók því afstöðu með Skúla. Þessi hlutur Ólöf Bjargar er nú í eigu Dönustaða ehf. sem er hlutafélag í eigu Skúla.

Einnig er ágreiningur um landamerki Lambeyra og Dönustaða og þá á milli 87.5% eiganda Dönustaða, gegn 12.5% eigenda Dönustaða og Dön ehf.

Previous
Previous

Fjölskyldudeilur á Lambeyrum

Next
Next

Lambeyrar í Laxárdal Dalabyggð