Lambeyrar í Laxárdal Dalabyggð

Lambeyrar var 75 hektara spilda sem var skipt úr Dönustöðum árið 1958 til Einars Valdimars og Sigríðar frá Lambeyrum.

Fylgiskjal - Afsal fyrir Lambeyrum frá 1958

Lambeyrar voru aðeins 70.7 hektarar í úthaga með 4.3 hektara af land-túni sem búið var að herfa með jarðýtu þ.e. engin ræktuð tún fylgdu spildunni.

Einar Valdimar og Sigríður sóttu um nýbýlastyrk frá ríkinu, en umsóknin var afgreidd með því skilyrði að spildunni fylgdi 75 hektara af ræktanlegu landi og 1/3 af beitilandi Dönustaða í úrskiptu landi. Þinglýsa átti landskiptagjörðinni.

Lambeyrar uppfyltu augljóslega ekki skilyrði Nýbýlastofnunar, en spildan gat aldrei framfleitt sauðfjárbúi og fjölskyldu án Dönustaða, enda var það ætlun Skúla og Lilju frá Dönustöðum að Einar Valdimar og Sigríður tækju við búskap á Dönustöðum.

Fylgiskjal - Umsókn og afgreiðsla Nýbýlastofnunar vegna Lambeyra frá 1958

Skúli á Dönustöðum lést í byrjun árs 1968 og Einar Valdimar og Sigríður leigðu Dönustaðina frá 1971.

Fylgiskjal - Leigusamningur um Dönustaði frá 1971

Félagsbúið á milli Einars Valdimars, Sigríðar og Daða Einarssonar var síðan stofnað óformlega árið 1973 (samningur var undirritaður árið 1975), en það starfaði til 2003 þ.e. í 30 ár.

Allan þann tíma voru Dönustaðir leigðir af félagsbúinu og leigan greidd út af sameiginlegum reikningi félagsaðila.

Fylgiskjal - Félagsbússamningur frá 1975

Bréf Hjörleifs Kvaran til Matvælaráðuneytisins vegna greiðslumark félagsbúsins er mjög góð söguleg samantekt um frágang Einar Valdimars og Daða Einarssonar við slit á félagsbúinu, árið 2003.

Fylgiskjal - Bréf Hjörleifs Kvaran til Matvælaráðuneytisins

Eignum var skipt samkvæmt eignayfirlýsing sem Einar Valdimar og Daði Einarsson skrifuðu undir 26. mars 2003:

Einar Valdimar hélt eftir eignum í hluta 2 og 3, en hlut 1 var skipt á milli Einar Valdimars og Daða Einarssonar í hlutföllunum 60:40, en hlutur 1 er nú í Lambeyrar Lóð 1, samanber deiliskipulag Dalabyggðar og þinglýsitu stofnskjali fyrir Lambeyrar Lóð 1.

Yfirlýsing um eignarhald og stofnun félaga um ofangreindar eignir var samþykkt af bæði sveitarstjórn og jarðanefnd Dalabyggðar eins og lög gera ráð fyrir.

Fylgiskjal - Samþykkt sveitarstjórnar og jarðanefndar um eignarhald og stofnun Lambeyrar Lóð 1,2 og 3 frá 2003

Fylgiskjal - Lambeyrar Lóð 1, 2 og 3 samkvæmt deiliskipulagi Dalabyggðar frá 2003

Ef fasteignanúmer í ofangreindri eignayfirlýsingu og samþykktir Dalabyggðar eru borin saman við stofnskjöl lóðar 1, 2 og 3, þá er landnúmer Lambeyra “tómt”, þ.e.a.s. allar þær fasteignir og land sem var á landnúmeri Lambeyra var fært inn í ofangreindar lóðir.

Það var ætlun Einars Valdimars árið 2003 að allt það land og fasteignir sem tilheyrðu Lambeyrum væri skipt upp í þrjár lóðir og að engar eignir stæðu eftir á landnúmeri Lambeyra.

Undirskrift Einars Valdimars og samþykkt sveitarfélagsins var skýr við stofnun þessara þriggja lóða. Deiliskipulag Dalabyggðar er í samræmi við óskir Einars Valdimars og framkvæmt af Dalabyggð.

Ingi Tryggvason lögmaður Einars Valdimars átti erfitt með að gera hlutina rétt og að ganga frá málum án klaufagangs. Ingi Tryggvason og starfsfólk Dalabyggðar fóru ekki rétt að með formlega skráningu og þinglýsingu eignanna við þinglýsingu á Lambeyrar Lóð 2 og 3, þrátt fyrir að frágangur stofnskjala væri réttur og eftir óskum Einars Valdimars.

Engar deilur eru um eignarhald á landnúmeri Lambeyra eða Lambeyrar Lóð 1 sem hefur verið þinglýst 4 sinnum og eignarhald hefur verið staðfest með dómi.

Það standa deilur um eignarhald á Lambeyrar Lóð 2 og 3, en einnig er deilt um eignarhald á íbúðarhúsi sem Daði Einarsson byggði árið 2007/08.

Einar Valdimar hafði látið gera uppdrátt af lóð fyrir íbúðarhúsið hans Daða áður en hann dó og hafði því fullan hug til að ganga frá því en leigusamningur á milli feðganna gerði ráð fyrir því að til lóðarinnar yrði stofnað. Á þeim tíma var Einar Valdimar fárveikur, en veikindin urðu honum að bana á meðan byggingarframkvæmdir stóðu yfir á íbúðarhúsinu.

Hjörleifur Kvaran, lögmaður Daða Einarssonar sendi bréf ásamt gögnum og fylgiskjölum til sýslumanns og voru þau lesin upp í gerðarbók fyrir nauðungarsöluna. Hluthöfum Danar ehf var vel kunnugt fyrir nauðungarsöluna um eignarhald á húsinu og lóðina sem faðir þeirra hafði lagt drög að áður en hann lést.

Fylgiskjal - Gerðarbók vegna nauðungarsölu

Deiluhópar eru:

1.     Jónína Einarsdóttir, Skúli Einarsson, Jóhanna Lilja Einarsdóttir, Valdís Einarsdóttir, Ólöf Björg Einarsdóttir og Svanborg Þuríður Einarsdóttir.

2.     Daði Einarsson og Valdimar Einarsson.

Íbúðarhúsið stendur reyndar á landi Dönustaða, en deilur eru á milli eigenda Lambeyra og Dönustaða um landamerki jarðanna.

Skiptir einu hvort húsið er á landi Dönustaða, Lambeyra eða Lambeyrar Lóð 2, íbúðarhúsið tilheyrir Daða Einarssyni.

Valdimar Einarsson afhenti öllum sínum systkinum eintak af ofangreindum skjölum og var þeim þinglýst á landnúmer Lambeyra árið 2003, löngu áður en landnúmerið var selt á nauðungarsölu.

Previous
Previous

Dönustaðir í Laxárdal Dalabyggð

Next
Next

Veiðifélag Laxdæla - í vinnslu